Ari Bragi Kárason

Kirkjulistahátíð 2013

Ari Bragi Kárason er uppalinn á Seltjarnarnesi þar sem hann hóf nám við Tónlistarskóla Seltjarnarness ungur að aldri og byrjaði

að læra á klarínettu undir handleiðslu Önnu Benassi og seinna Lárusar H. Grímssonar. Hann hóf nám á trompet 9 ára gamall undir handleiðslu föður síns og svo seinna hjá Kjartani Hákonarsyni. Hann lauk miðstigi í klassískum trompetleik frá Tónlistarskóla Seltjarnarness og færði sig þá um set í Tónlistarskóla F.Í.H. Kennarar hans þar voru Eiríkur Örn Pálsson og Ásgeir H. Steingrímsson. Hann stundaði einnig einkatíma hjá

Sigurði Flosasyni. Í september 2008 hóf Ari Bragi nám við New School for Jazz and Contemporary Music í New York.

Ari Bragi var á meðal 16 sem hlutu afreksverðlaun á 3000 manna námskeiði sumarið 2006 við hinn virta Interlochen-skóla í Michigan í Bandaríkjunum. Árið 2008 var hann fyrstur til að fá styrk úr Minningarsjóði Árna Scheving og þremur árum síðar hlaut hann Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum Bjartasta vonin.

Ari Bragi lék nýlega inná nýjustu hljómplötu saxófónleikarans Jóels Pálssonar með Eyþóri Gunnarssyni, Einari Scheving og Davíð Þór Jónssyni. Hann hefur einnig leikið í hljóðritunum með m.a. Noruh Jones, Jeff Tain Watts, Grizzly Bear, Sigur Rós, Hjaltalín og Stórsveit Reykjavíkur.

Ari Bragi Kárason began his music studies in his home town at Seltjarnarnes Music School. At first, he played the clarinet under Anna Benassi and Lárus H. Grímsson. Ari’s father was his first teacher when he began playing the trumpet at the age of 9. Later, Ari Bragi studied under Kjartan Hákonarson, Eiríkur Örn Pálsson, Ásgeir H. Steingrímsson and Sigurður Flosason at Seltjarnarnes Music School and F.Í.H. Music School. In 2008, he began studying at New School for Jazz and Contemporary Music in New York.

In the summer of 2006, Ari Bragi was among 16 award-winning students at the renowned Interlochen Center for the Arts in Michigan, USA. In 2008, he received the first grant from the Árni Scheving Memorial Fund. In 2011, he was chosen the Best newcomer at the Icelandic Music Awards.

Ari Bragi has recorded with various artists, e.g. Norah Jones, Jeff Tain Watts, Grizzly Bear, Sigur Rós, Hjaltalín, the Reykjavik Big Band, and most recently a CD with saxophone player Jóel Pálsson.

Ari Bragi Kárason

trompet | trumpet