Eyþór Gunnarson

Kirkjulistahátíð 2013

Eyþór Gunnarsson (f. 1961) byrjaði snemma að spila á píanó. Eftir að hafa gælt við trompetinn um skeið eignaðist hann Yamaha-orgel og hóf fljótlega feril sinn sem hljómborðsleikari. Skólabróðir Eyþórs, gítarleikarinn Friðrik Karlsson, kynnti fyrir honum tónlist bræðingshljómsveita á borð við Return to Forever og Weather Report og í kjölfarið stofnuðu þeir félagar Mezzoforte ásamt bassaleikaranum Jóhanni Ásmundssyni og trommaranum Gunnlaugi Briem. Þegar lag Eyþórs Garden Party sló rækilega í gegn árið 1983 opnaðist heimurinn fyrir Mezzoforte og hljómsveitin hefur allar götur síðan ferðast um Evrópu og Asíu og haldið tónleika í yfir 40 löndum.

Á undanförnum árum hefur Eyþór snúið sér í meira mæli að órafmögnuðum píanóleik. Hann hefur leikið með flestum fremstu djassleikurum landsins og ber nafnbótina „mest hljóðritaði tónlistarmaður í íslenskri djasssögu“. Einnig hefur hann spilað með mörgum erlendum djassleikurum sem hafa sótt Ísland heim og má nefna Frank Lacy, Jens Winter, Mads Vinding, Doug Raney og Tommy Smith. Árið 1991 fór hann í tónleikaferðalag með hinni víðfrægu bandarísku söngkonu Randy Crawford.

Eyþór hefur ennfremur starfað sem upptökustjóri og útsetjari fyrir fjölda tónlistarmanna á Íslandi og erlendis. Hann hefur oftsinnis hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem djassleikari og hljómborðsleikari ársins.

Born in Reykjavik, Iceland, in 1961, Eyþór Gunnarsson started playing the piano at an early age. After a brief detour into trumpet lessons, he acquired a Yamaha organ and the course was set for a career as a keyboardist. School friend guitarist Friðrik Karlsson introduced him to the music of Chick Corea’s Return to Forever, Weather Report and other fusion greats, and the two youngsters soon teamed up with bassist Jóhann Ásmundsson and drummer Gulli Briem to form Mezzoforte. The

success of his composition Garden Party in 1983 opened up a world of possibilities for Mezzoforte who have toured extensively in Europe and Asia ever since.

In recent years the acoustic piano has become Eyþór’s main instrument and collaborations with many of Iceland’s leading jazz musicians have made him the most recorded sideman in Icelandic jazz history. He has also played with many visiting jazz musicians in Iceland, including Frank Lacy, Jens Winter, Mads Vinding, Doug Raney, Tommy Smith and others. In 1991 Eyþór toured with American singer Randy Crawford.

Other musical activities include record production and arranging for many of Iceland’s top pop artists. Eyþór has received several Icelandic Music Awards for his work.

Eyþór Gunnarsson

píanó | piano