Mattias Wager

Kirkjulistahátíð 2013

Mattias Wager er dómorganisti við Storkyrkan í Stokkhólmi. Hann fæddist árið 1967 og nam orgelleik og kirkjutónlist við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Kennarar hans voru Torvald Torén (túlkun), Mats Åberg (barokktúlkun) og Anders Bondeman (spuni). Fyrir burtfarartónleika sína árið 1992 hlaut hann verðlaun Konunglega tónlistarháskólans. Þá stundaði hann einnig nám hjá Johannes Geffert í Bonn í Þýskalandi og hjá Naji Hakim í París.

Meðal afreka hans í alþjóðakeppnum má nefna þrenn fyrstu verðlaun: árið 1995 í Orgeltúlkunarkeppninni í St Albans á England og í spunakeppnunum í Strängnäs í Svíþjóð árið 1991 og Grand Prix d’improvisation „Pierre Cochereau“ í París árið 1995.

Mattias Wager hefur tekið þátt í listahátíðum og haldið tónleika víða um Evrópu og í Brasilíu. Hann hefur kennt orgelleik og spuna við alla helstu tónlistarháskóla Svíþjóðar. Frá því að hann varð dómorganisti í Stokkhólmi 2006 hefur það fallið í hans skaut að skipuleggja og leika á orgelið við mörg tækifæri, þar með talið opinbera viðburði þar sem hæst ber brúðkaup Viktoríu krónprinsessu og Daníels prins árið 2010.

Frá 1995 hefur Mattias Wager heimsótt Ísland reglulega og verið gestakennari við Tónskóla þjóðkirkjunnar auk þess að halda fjölda tónleika. Mattias starfar reglulega með mörgum virtum listamönnum. MÅG-tríóinu (með slagverksleikaranum Anders Åstrand og söngvaranum og kórstjóranum Gary Graden) hefur verið hrósað fyrir frumlega nálgun í spuna. Mattias hefur einnig skrifað tónlist fyrir tvö trúarleg leikrit, um Martein Luther og heilaga Birgittu, sem hafa verið flutt víða um Svíþjóð. Árið 2008 samdi hann tónlist fyrir sviðsetningu á leikritinu Meistari Ólafur eftir Strindberg sem var sýnt í Borgarleikhúsi Stokkhólms.

Mattias Wager was born in Stockholm in 1967.  He studied Organ and Church Music at the Royal College of Music.  His tutors were Torvald Torén (interpretation), Mats Åberg (baroque-interpretation) and Anders Bondeman (improvisation). For his debut recital in 1992 he was awarded the medal of the Royal College of Music. He has also studied abroad with Johannes Geffert in Bonn and in Paris with Naji Hakim.

Among his achievements in international competitions are included three first prizes:  in the 1995 Organ Interpretation Competition is St Albans, England, and in the improvisation competitions in 1991 in Strängnäs, Sweden and 1995 in Paris (Grand Prix d’improvisation „Pierre Cochereau“).

Mattias Wager gives concert performances at festivals and other prestigeous venues throughout Europe and has also given several concerts in Brazil. He has also been teaching organ and improvisation at the Music Colleges in Piteå, Malmö and Gothenburg and the Royal College of Music in Stockholm.  Since 2006, he has served in the Stockholm Cathedral (Storkyrkan) where he was recently appointed Cathedral Organist. He

combines this with regular concert tours and giving master-classes in Sweden and abroad. As a regular guest on the Icelandic organ scene,Mattias Wager has been teaching and performing extensively since 1995. Mattias Wager cooperates with other artists, for example percussionist Anders Åstrand and singer/choirmaster Gary Graden, to form an outstanding trio focusing on improvisation.  He has also composed music for several successful theatre plays.

Mattias Wager

organisti | organist