Mótettukór Hallgrímskirkju

Mótettukór Hallgrímskirkju

Mótettukór Hallgrímskirkju hefur lengi verið meðal fremstu kóra Íslands. Verkefnalisti kórsins er langur og fjölskrúðugur. Þar má finna fjölmargar óratóríur, passíur og sálumessur en líka kórverk án undirleiks frá ýmsum tímum, auk þess sem kórinn hefur frumflutt fjölda íslenskra tónverka. Mótettukórinn hefur farið í margar tónleikaferðir og sungið í helstu dómkirkjum Evrópu, auk þess sem hann hefur tekið þátt í tónlistarhátíðum á borð við Listahátíðina í Bergen, Norrænu kirkjutónlistarhátíðina í Gautaborg og Wiener Festwochen og hefur unnið til verðlauna í Alþjóðlegu kórakeppninni í Cork á Írlandi. Meðal stórverka sem Mótettukórinn hefur flutt á seinustu árum má nefna Matteusarpassíu, Jóhannesarpassíu og h moll messu J.S. Bachs, sálumessur Mozarts og Fauré, óratóríurnar Elía og Paulus eftir Mendelssohn, Vesper eftir Rachmaninoff, messu fyrir tvo kóra eftir Frank Martin og þýska sálumessu eftir Johannes Brahms. Kórinn kemur auk þess reglulega fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en í mars 2012 flutti hann ásamt sveitinni c-moll messu Mozarts og í júní sama ár 9. sinfóníu Beethovens.

Mótettukór Hallgrímskirkju hefur sungið inn á marga geisladiska og hefur fengið mikið lof erlendra gagnrýnenda fyrir diska með sálumessu Maurice Duruflé og Passíu eftir Hafliða Hallgrímsson. Þá hafa komið út geisladiskar hjá sænska útgáfufyrirtækinu BIS þar sem kórinn syngur verk Jóns Leifs með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hafa jólageisladiskar Mótettukórsins notið mikilla vinsælda enda eru árlegir jólatónleikar kórsins ómissandi þáttur í tónlistarlífi Reykjavíkur á aðventunni. Í lok árs 2008 var gefinn út geisladiskur með íslenskri kirkjutónlist, Ljósið þitt lýsi mér, en sá diskur seldist upp og var hann því gefinn aftur út árið 2011 í sérstakri viðhafnarútgáfu ásamt heimildarmynd eftir Heimi Hlöðversson um tónleikaferð kórsins í kringum landið. Í lok árs 2011 kom út nýr jóladiskur frá uppseldum jólatónleikum kórsins árið 2010 ásamt Kristni Sigmundssyni óperusöngvara sem ber titilinn Heilög stund á jörð.

Meðal nýlegra frumflutninga kórsins á íslenskum verkum má nefna óratóríuna Cecilíu eftir Áskel Másson og Thor Vilhjálmsson árið 2009, sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010 sem tónverk ársins, og Fléttu eftir Hauk Tómasson, sem var frumflutt á Listahátíð í Reykjavík 2011 og kom út í lok síðasta árs bæði á mynd- og geisladiski. Í október 2011 fór kórinn í tónleikaferðalag til Þýskalands og Austurríkis, þar sem hann kom m.a. fram í dómkirkjunni í Passau og í dómkirkjunni í Frankfurt á meðan á alþjóðlegu Bókahátíðinni stóð. Síðasta starfsár kórsins var mjög viðburðarríkt. Kórinn söng opnunartónleika Norræna kirkjutónlistarmótsins ásamt SÍ í Hallgrímskirkju þann 6. September 2012, flutti óratóríuna Christus am Ölberge eftir L. v. Beethoven ásamt SÍ í Eldborg þann 8. nóvember, og Jólaóratóríu J.S. Bach í Eldborg, ásamt einsöngvurum og Alþjóðlegu barokksveitinni í Den Haag dagana 29. og 30. desember. Mótettukórinn var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem flytjandi ársins 2012. Þann 21. apríl s.l. flutti kórinn „Orgelmessu“ Louis Vierné og fleiri verk með orgelundirleik í tilefni af endurgerð Klaisorgelsins í Hallgrímskirkju.

The Hallgrímskirkja Motet Choir has long established itself as one of the leading choirs in Iceland. Its large and diverse repertoire includes a number of oratorios, passions and requiems, together with a capella sacred music from various periods and premieres of many Icelandic compositions. It has toured widely and sung in Europe’s main cathedrals and it has participated in festivals such as the Bergen Arts Festival and the Wiener Festwochen, and has won a prize at the International Choral Competition in Cork, Ireland. Among major works performed recently by The Motet Choir are J.S. Bach’s St. Matthew Passion, St. John Passion and the Mass in B minor, Requiems by Mozart and Fauré, oratorios Elijah and Paulus by Mendelssohn, Vesper by Rachmaninoff, Mass for two choirs by Frank Martin and A German Requiem by Johannes Brahms. The choir regularly performs with the Iceland Symphony Orchestra (ISO), this year Mozart’s C minor Mass in March and Beethoven’s 9th Symphony in June.

Having released a number of CDs, the choir has earned particular international acclaim for its recordings of Maurice Duruflé´s Requiem and Hafliði Hallgrímsson´s Passía. On the Swedish BIS label, the choir has recorded works by Jón Leifs, performed with the Icelandic Symphony Orchestra (ISO). The choir has also released popular Christmas recordings and its Christmas concerts in Hallgrímskirkja have become a perennial fixture on Reykjavík´s music scene. In 2008, the choir released the CD Ljósið þitt lýsi mér, an homage to Icelandic sacred music, which includes traditional songs and contemporary compositions and arrangements. The CD was re-released in 2011 with a bonus documentary by Heimir Hlöðversson on the choir’s Icelandic concert tour in spring 2009. In 2011, The Motet Choir also released a recording of the sold out 2010 Christmas concerts with opera singer Kristinn Sigmundsson, entitled Heilög stund á jörð.

Recent premieres of Icelandic music include St. Cecilia, an oratorio by composer Áskell Másson and writer Thor Vilhjálmsson that was nominated as Composition of the Year at the Icelandic Music Awards 2010. In spring 2011 the choir premiered Flétta by renowned Icelandic composer Haukur Tómasson, an oratorio for two choirs, chamber orchestra and soloists, at the 2011 Reykjavík Arts Festival. The piece will be released on an album later this year. In October 2011, the choir went on tour in Germany and Austria, performing at the Passau cathedral and at the Frankfurt cathedral during the Frankfurt International Book Fair. Future projects of the choir include the opening ceremony of the Nordic Church Music Symposium with the ISO in Hallgrímskirkja, September 6, the oratorio Christus am Ölberge by L.W. Beethoven with the ISO in Eldborg, November 8, and the Christmas Oratorio by J.S. Bach in Eldborg, December 29-30, with up and coming soloists and The Hague International Baroque Orchestra. The release of two concert albums, including Mozart’s C minor Mass and Brahms’ Ein deutsches Requiem, are also in preparation.

Mótettukór Hallgrímskirkju

The Hallgrímskirkja Motet Choir