Schola cantorum

Kirkjulistahátíð 2013

Kammerkórinn Schola cantorum var stofnaður 1996 af stjórnanda kórsins, Herði Áskelssyni. Kórinn hefur jafnan verið mikilvirkur í frumflutningi tónverka eftir íslensk tónskáld og annarri samtímatónlist auk flutnings á endurreisnar- og barokktónlist. Schola cantorum hefur í samstarfi við Alþjóðlegu barokksveitina í Den Haag flutt mörg stórvirki barokktímans

undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Schola cantorum gaf út hljómdiskana Principium (1999) með tónlist 16. og 17. aldar og Heyr himna smiður (2001) sem geymir íslenska samtímatónlist. Kórinn tók þátt í heildarútgáfu á verkum Jóns Leifs ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á vegum sænska útgáfufyrirtækisins BIS. Árið 2010 kom út verkið Hallgrímspassía eftir Sigurð Sævarsson með Schola cantorum, Caput og einsöngvurum en geisladiskurinn var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá má geta samstarfs Schola cantorum

við Björk, Sigur Rós og sænska dúettinn Wildbirds and Peacedrums. Sumarið 2012 sendi kórinn frá sér hljómdiskinn Foldarskart sem inniheldur íslenskar kórperlur. Sama ár kom einnig út diskurinn Flétta með samnefndu verki eftir Hauk Tómasson sem Schola cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju og

Kammersveit Reykjavíkur frumfluttu á Listahátíð í Reykjavík 2011. Árið 2013 gaf enska útgáfufyrirtækið Resonus Classics út disk þar sem Schola cantorum syngur kórverk eftir Hafliða Hallgrímsson.

Schola cantorum hefur á undanförnum árum haldið vikulega hádegistónleika í Hallgrímskirkju yfir sumarmánuðina og hafa þeir notið mikilla vinsælda.

Schola cantorum var útnefndur tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2006 og ári síðar var kórinn tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.

The chamber choir Schola cantorum Reykjavicensis was founded in 1996 by its conductor Hörður Áskelsson, cantor at Hallgrímskirkja. The choir’s repertoire is wide, ranging from renaissance to contemporary music, and the choir has premiered many works by prominent Icelandic composers. Together with The Hague International Baroque Orchestra the choir has performed several major baroque oratorios.

Schola cantorum has recorded four CDs with a capella choir music as well as oratorios by Icelandic composers Haukur Tómasson and Sigurður Sævarsson. The choir also participated in recordings of choral-orchestral works by Jón Leifs with the Iceland Symphony Orchestra and has recorded and performed with artists such as Björk, Sigur Rós and Swedish experimental band Wildbird & Peacedrums.

The choir appears regularly in the Festival of Sacred Arts at Hallgrímskirkja and has given concerts in Norway, Finland, Germany, Italy, France, Spain and Japan.

Schola cantorum was named the music ensemble of Reykjavík in the year 2006 and in 2007 the choir was nominated for the Nordic Council Music Prize.

DISCOGRAPHY

PRINCIPIUM (1999): Music from renaissance by Tallis, Byrd, Schein, Gesualdo

AUDI CREATOR COELI (2001): Icelandic contemporary music

HALLGRÍMSPASSÍA (2011): Hallgrims Passion, an oratorio by Sigurður Sævarsson (1963), based on Hallgrimur Petursson´s Passion Hymns

FOLDARSKART (2012): Fifteen Icelandic choral favorites

CHORAL WORKS OF HAFLIÐI HALLGRIMSSON (2013): A selection of choral music by the celebrated Icelandic composer Hafliði Hallgrímsson (1941)

Schola cantorum

Kammerkór Hallgrímskirkju | Chamber choir of Hallgrímskirkja

scholacantorum.is

[email protected]