Shin-Young Lee

Shin-Young Lee

Shin-Young Lee

Shin-Young Lee fæddist í Seoul í Suður-Kóeru og hóf nám í píanóleik aðeins fjögurra ára gömul. Sautján ára sneri hún sér að orgelleik og lauk B. Mus. gráðu frá Yonseiháskóla í Seoul hjá Dr. Tong-Soon Kwak. Framhaldsnám stundaði hún í Frakklandi undir handleiðslu Jean-Paul Impert við Schola Cantorum í París. Árið 2002 hlaut hún „Prix de Virtuosité“ og ári síðar „Diplôme de concert à l’unanimité avec félicitations du jury“.

Haustið 2003 hóf Shin-Young Lee nám við Paris Conservatoire National Supérieur de Musique (CNSMDP) og hlaut „Diplôme de Formation Supérieure“  ásamt þeim Michel Bouvard og Olivier Latry árið 2007. Hún hélt framhaldsnámi áfram við skólann til ársins 2009. Samhliða námi sínu við Parísarkonservatóríið sótti hún tíma í fúgulist og fleiru hjá Thierry Maeder og Pierre Caez, sembaltíma hjá Françoise Marmin og spuna hjá Thierry Escaich, Jean-François Zygel og Philippe Lefebvre. Þá vann Shin-Young Lee fyrstu verðlaun í orgelkeppni St. François de Sales í Lyon árið 2007 og var heiðursorganisti annarrar alþjóðlegu orgelkeppninnar í Columbus í Georgíufylki Bandaríkjanna árið 2009.

Shin-Young Lee hefur haldið einleikstónleika um gjörvallt Frakkland, víða í Evrópu sem og í Bandaríkjunum. Hún gegndi stöðu prófessors við akademíuna í Talence í Frakklandi 2008 og 2009.