Sigríður Soffía Níelsdóttir

Sigríður Soffía Níelsdóttir

Sigríður Soffía Níelsdóttir útskrifaðist frá Dansbraut Listaháskóla Íslands 2009 og hefur síðan unnið sjálfstætt sem dansari og danshöfundur. Hún hefur dansad með nokkrum hópum og helst má nefna Shalala dansflokk Ernu Ómarsdóttur, Íslenska dansflokkinn & gjörningahópinn Bristol Ninja Cava Crew.

Árið 2008 samdi hún og leikstýrði dansstuttmyndinni „Uniform Sierra“ en myndin hlaut fyrsta sæti sem besta dansstuttmynd á Actfestival´09 og áhorfendaverðlaun Stuttmyndadögum í Reykjavík 2008
Myndin hefur nú verið sýnd á festivölum á Íslandi,Ástralíu, Noregi, Svíþjóð, Spáni & Finnlandi. Uniform Sierra var valin sem partur af alþjóðlega sýningarhluta Ástralska Reeldance Tvíæringsins og var hún sýnd í 11 stærstu borgum Ástralíu og Nýja –Sjálandi sumarið 2010

Árið 2011 samdi hún verkið White for decay í samstarfi við Íslenska dansflokkinn sem hlaut Grímutilnefningu og var valið eitt af þremur bestu dansverkum ársins 2011 af gagnrýnendum Morgunblaðsins. Sigríður hefur verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV 2011 og 2012 fyrir fjölbreyttan árangur á sviði danslista.  Sigríður starfaði í Frakklandi síðasta haust en hún dansaði/söng eitt aðalhlutverka óperunnar Red Waters eftir Lady & Bird.

Sigríður er nýkomin heim frá Brussel þar sem hún dansaði/söng í nýju verki belgíska leikstjórans Kris Verdonck á Kunsten festival Des Arts, sýningin mun ferðast um Evrópu á komandi mánuðum.

Sigríður graduated in 2009 from the Iceland Academy of the Arts. The last years Sigríður has been performing with a few groups, Shalala , Iceland dance company, Bristol Ninja Cava Crew, DF-Krummi etc.

Sigríður started dancing with Shalala (company of Erna Ómarsdóttir) in 2009 joining them in the production of “Teach us to outgrow our madness” (2009, currently touring) Sigríður has performed in four of Ómarsdóttir´s pieces “The bakkai” (2005), “Teach us…” (2009), Transaquania-Into thin air (by Erna, Damien Jalet & Gabríela Friðriks 2010) and “We saw monsters” (2011, currently touring).

The last few years Sigríður has been working as dancer, choreographer, singer and filmmaker. In 2008 she directed the short film Uniform Sierra. The short won “Best film” in Act festival in Bilbao Spain and received the Peoples Choice awards in Reykjavík Short film festival. Since then Uniform Sierra has been screened in over 30 festivals around the world. Last fall Sigríður was singing one of the lead roles in the opera “Red Waters” by Lady and Bird, directed by Arthur Nauzyciel, choreography by Damien Jalet. „Red Waters“ premiered in November in the Opera of Rouen in France.

Sigríður just arrived from Bruxelles after performing in “H, an incident” by director Kris Verdonck that premiered at Kunstenfestival des Arts in May.

Sigríður Soffía Níelsdóttir

dansari | dancer