Stúlknakór Reykjavíkur & Vox feminae

Stúlknakór Reykjavíkur & Vox feminae

Stúlknakór Reykjavíkur var stofnaður af Margréti J. Pálmadóttur kórstjóra, haustið 1995 og hefur hún verið aðalstjórnandi hans síðan. Frá árinu 2000 hefur kórinn starfað í sönghúsinu Domus Vox, Laugavegi 116. Stúlkurnar eru á aldrinum 5-20 ára og koma frá öllum grunnskólum og framhaldsskólum borgarinnar. Stúlknakórinn hefur ávallt verið fjölmennur og er fullskipaður í dag með um 130 félaga og er starfið aldursskipt.

Starf Stúlknakórsins byggir meðal annars á því að þroska söngnæmi nemenda með því að flytja kórtónlist af ýmsum toga. Stúlkurnar stunda einnig einsöngsnám við söngskólann Domus Vox, þannig er söngur orðinn stór þáttur í lífi þeirra.

Kórinn hefur haldið fjölda tónleika, bæði sjálfstæða og í samtarfi við aðra kóra og hljómsveitir. Hann hefur meðal annars sungið á Sumartónleikum í Skálholti og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kórinn hefur í nokkur ár sungið aðventutónleika í Hallgrímskirkju, þar sem 200 konur og stúlkur sameinast í hátíðlegum söng. Kórinn hefur farið að meðaltali annað hvert ár í tónleikaferðir innanlands og utan. Í æfingabúðum á Ítalíu, njóta raddir stúlknanna sín í hljómmiklum kirkjum. Árið 2009 fóru 40 stúlkur á aldrinum 12-18 ára í tónleikaferð til Ítalíu og héldu fjölda tónleika og sungu meðal annars í Péturskirkjunni í Róm við góðan orðstýr. Sumarið 2011 fóru 40 stúlkur í vel heppnaða tónleikaferð til Berlínar, Hamborgar og Kaupmannahafnar. Í þýskalandi tóku á móti þeim, þýskir stúlknakórar. Sumrin 2012 og 2013 fór hópur stúlkna til Ítalíu og sungu þær meðal annars í Róm og Flórens.

Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður árið 1993 af Margréti J. Pálmadóttur og hefur hún verið listrænn stjórnandi kórsins frá upphafi. Kórinn er til húsa í Sönghúsi kvenna; Domus Vox í Reykjavík sem er eina sönghús íslenskra kvenna og hefur kórinn tekið þátt í því frumkvöðlastarfi frá upphafi. Í sönghúsinu er einnig til húsa kvennakórinn Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur sem Margrét stjórnar einnig.

Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins í gegnum tíðina. Vox feminae hefur lagt mikla áherslu á að kynna íslenska kvennakóratónlist með tónleikahaldi ásamt útgáfu geisladiska og hefur kórinn gefið út þrjá geisladiska: Mamma geymir gullin þín (2000), Himnadrottning (2003) og Ave Maria (2006). Kórinn hefur haldið tónleika í Listasafni Íslands, Norræna húsinu, Þjóðmenningarhúsinu og mörgum kirkjum í Reykjavík, m.a. Grensáskirkju, Dómkirkjunni, Hallgrímskirkju, Háteigskirkju svo dæmi séu tekin. Kórinn hefur farið í tónleikaferðir innanlands, og haldið tónleika á Akureyri, Hólum í Hjaltadal, Húsavík, Hellissandi, Reykholti og Skálholti. Þá hefur kórinn farið í tónleikaferðir til útlanda, m.a. til Bretlands, Danmerkur, Ítalíu og Þýskalands.

Kórinn vann til silfurverðlauna árið 2000 í VIII. kórakeppninni í flutningi trúarlegrar tónlistar, keppni sem kennd er við tónskáldið Palestrina og haldin í Vatíkaninu í Róm.

Á kvenréttindadaginn þann 19. júní 2010 kom út bókin da capo Andartak í ljósi sem fjallar um sögu kórsins í máli og myndum. Bókina prýða myndir af kórkonum ásamt örsögum og hugleið-ingum um hlutverk söngsins í lífi þeirra. da capo var gefin út í tilefni af 15 ára starfsafmæli kórsins og er ætlað að veita innsýn í starf kvennakórs á Íslandi og þeirra kvenna sem í honum starfa.

Margrét Jóhanna Pálmadóttir hóf tónlistarferil sinn í Hafnarfirði. Hún stundaði söngnám hér á landi, í Vínarborg og á Ítalíu. Leiðbeinendur hennar voru m.a. Elísabet Erlingsdóttir, Svanhvít Egilsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Lina Pagliughi og Eugenia Ratti. Margrét er stofnandi Vox feminae, Stúlknakórs Reykjavíkur og fleiri kóra. Árið 2000 stofnaði hún í félagi við aðra sönghúsið Domus vox í Reykjavík sem sameinar undir einu þaki söngskóla og kórastarfsemi. Margrét hefur unnið mikið frumkvöðla- og hvatningarstarf í þágu stúlkna- og kvennakóra á Íslandi og hlaut fyrir það riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2004. Sama ár sæmdi Svíakonungur hana riddarakrossi hinnar konunglegu norðurstjörnuorðu.

The Reykjavík Girls Choir was founded by its conductor Margrét J. Pálmadóttir in 1995. The choir consists of 130 girls aged 5-20. The choir has performed in numerous concerts on its own or with other choirs and ensembles, e.g. in the Skálholt Summer Concert Festival, with the Iceland Symphony Orchestra, in Christmas concerts in Hallgrímskirkja and on tour in Iceland, Copenhagen, Hamburg, Berlin and in St. Peter’s in Rome.

Stúlknakór Reykjavíkur og Vox feminae

kórar | choirs

Stjórnandi | Conductor : Margrét Pálmadóttir

The Vox feminae women’s choir was founded in 1993 by its conductor Margrét J. Pálmadóttir. Sacred music, along with Icelandic folk music has long been an important part of the choir´s repertoire but Vox feminae also places emphasis on modern music by Icelandic composers. The choir has released 3 CDs and toured widely around Iceland and abroad, e.g. Britain, Denmark, Italy and Germany. In 2000 the choir won a silver medal in the VIIIth International Sacred Music Choir Competition “G. P. da Palestrina” at the Vatican.

Margrét Jóhanna Pálmadóttir began her music studies when only a child in Hafnarfjörður, Iceland. Her vocal studies took her from various music institutes in Iceland to Vienna, Austria and later to Italy. Her inspiring work has led her to found a number of choirs in Iceland. In the year 2000 she founded Domus vox, an establishment which unites under one roof a school of voice and choir practices. In 2004 she was awarded with the Knight´s Cross of the Icelandic Order of the Falcon for her pioneering work in music. The same year she also received the Royal Swedish Order of the Polar Star.