Tuomo Suni

Tuomo Suni

Tuomo Suni

Finninn Tuomo Suni lærði barokkfiðluleik heima í Finnlandi hjá Kreetu-Mariu Kentala og hélt síðan til náms við Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi. Þar nam hann hjá Enrico Gatti og útskrifaðist með meistaragráðu í fiðluleik árið 2005. Síðan þá hefur Suni aðallega fengist við kammertónlist og komið fram og hljóðritað með sveitum á borð við Opera Quarta, Ensemble Masques, Capriccio Stravagante og Ricercar Consort.

Tvisvar hafa hljóðritanir sem Tuomo Suni tók þátt í hlotið frönsku Diapason d’Or-viðurkenninguna; annars vegar plata sveitarinnar Opera Quarta með tríósónötum eftir Leclair árið 2007, og hins vegar plata Ensemble Masques með verkum eftir austurríska 17. aldar tónskáldið Romanus Weichlein árið 2015. Suni er leiðari sveitarinnar Vox Luminis, leiðari annarrar fiðlu í sveitinni The English Concert, og leikur reglulega með Barokksveitinni í Helsinki, The Early Opera Company, Dunedin Consort og Bach Collegium Japan.